Heim / Skilmálar

Pöntun er afgreidd úr vefverslun eins fljótt og hægt er, en aldrei seinna en 24 tímum eftir að pöntun hefur verið greidd. Þegar greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum.  Ábyrgðar og flutningsskilmálar dreifingaraðila gilda um afhendingu vörunnar. Hljóðhimna ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. 

 

AFHENDINGARTÍMI

Afhendingartími á höfuðborgarsvæðinu er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send á uppgefin afhendingastað kaupanda eða á næsta pósthús ef heimkeyrsla er ekki í boði. Gætið að því að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu. 

Vörur eru afhendar á virkum dögum eftir kl. 16.

 

VERÐ

Öll verð á síðunni eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur. Áskilur Hljóðhimna ehf. sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef vara er af einhverjum ástæðum ekki til á lager er kaupandi látinn vita og honum boðin endurgreiðsla hafi greiðsla farið fram. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Ef sendingarkostnaður leggst við vöruverð kemur sá kostnaður fram í kaupferli áður en greitt er fyrir vöru. 

 

SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og varan sé í upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

 

GREIÐSLUR

Við bjóðum upp á greiðslur með kredit- og debetkorti og fer greiðsla í gegnum greiðslugátt Borgunar. Einnig er hægt að greiða fyrir vörur með millifærslu eða með Netgiro.

 

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

LÖG OG VARNARÞING

Þessi ákvæði og skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þessa skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.